Haustfundur H.E.Þ.

Haustfundur H.E.Þ. verður haldinn að Brúnum í Eyjafjarðarsveit miðvikudagskvöldið 18. október n.k. kl. 20.

Dagskrá:

  1. Stefnumótun fyrir H.E.Þ.
  2. Verðlaunaafhendingar
  3. Tillögur fyrir aðalfund Fhb.
  4. Onnur mál
Verðlaun verða afhent fyrir hæst dæmdu kynbótahross hjá H.E.Þ. og fyrir ræktunarbú ársins.
Ræktunarbúin sem tilnefnd eru að þessu sinni eru:
Brúnir, Garðshorn á Þelamörk, Sámsstaðir, Torfunes og Ytra-Dalsgerði.
Þetta er fyrsti fundur eftir að félagsaðild hjá H.E.Þ. var breytt úr samtökum aðildarfélaga í beina félagsaðild og því eru félagsmenn hvattir til að mæta sem flestir og taka þátt í umræðum um framtíð samtakanna.
Fundurinn verður haldinn í nýju ferðaþjónustuhúsi sem einn félagsmanna okkar hefur komið upp að Brúnum í Eyjafjarðarsveit.
Stjórnin